Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - tvær óverulegar breytingar á aðalskipulagi

03.05.2024

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt tvær óverulegar breytingar á aðalskipulagi sem hér segir: 

Miðsvæði við Aðalgötu - Faxatorg á Sauðárkróki (M-401)

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar sl. óverulega breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er sett fram á breytingarblaði eru viðfangsefni eftirfarandi:

Miðsvæði við Aðalgötu - Faxatorg á Sauðárkróki (M-401)

Felur í sér breytingu á greinargerð, skipulagsákvæði fyrir miðsvæði á Sauðárkróki þar sem heimilaður fjöldi nýrra íbúða innan M-401 hækkar um 4 íbúðir.

Sveitarstjórn Skagafjarðar telur að breytingarnar sé óverulegar sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.-32. gr. skipulagslaga. Breytingarnar teljast óverulegar þar sem þær fela ekki í sér breytta landnotkun eða eru líklegar til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila.

Aðalskipulagsbreytingarnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Frístundabyggð Neðri -Ás Hjaltadal (F-8)

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 26. fundi sínum þann 10. apríl sl. óverulega breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er sett fram á breytingarblaði og er viðfangsefni eftirfarandi:

Frístundabyggð Neðri -Ás Hjaltadal (F-8)

Felur í sér breytingu á landnotkunarfláka frístundabyggð F-8 í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu. Ekki verður aukning á byggingarmagni innan reitsins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar telur að breytingarnar sé óverulegar sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.-32. gr. skipulagslaga. Breytingarnar teljast óverulegar þar sem þær fela ekki í sér breytta landnotkun eða eru líklegar til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila.

Aðalskipulagsbreytingarnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar