Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - Sauðárkrókskirkjugarður

19.12.2022
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð

Tillaga að deiliskipulagi – Sauðárkrókskirkjugarður

Skagafjörður auglýsir til kynningar vinnslutillögu fyrir deiliskipulag Sauðárkrókskirkjugarðs í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram skilmála um framtíðar uppbyggingu kirkjugarðsins og skapa umgjörð fyrir trúariðkun.

Skipulagsnefnd Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15. desember 2022 að kynna vinnslutillöguna fyrir íbúum sveitarfélagsins með kynningarmyndbandi sem birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins og fésbókarsíðu mánudaginn 19. desember 2022. Í myndbandinu eru helstu viðfangsefni skipulagsins kynnt, sýndar skýringarmyndir og sagt frá hvernig tillagan gerir ráð fyrir þróun kirkjugarðsins til framtíðar. Kynningarmyndbandið er ný nálgun sveitarfélagsins til að kynna skipulagsmál fyrir íbúum og er markmiðið að kynningin nái til sem flestra. Vinnslutillagan, skipulagsuppdráttur með greinargerð, mun jafnframt liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.

Íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og sjónarmið um vinnslutillöguna. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 9. janúar 2023.

Skipulagsfulltrúi

 

Skipulagsuppdráttur með greinargerð

Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið: