Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélaginu, aðalskipulag og skíðasvæðið í Tindastóli

19.11.2019

Ákveðið hefur verið að endurskoða aðalskipulagsáætlun sveitarfélagsins 2020-2035. Forsendur fyrir endurskoðun eru m.a. stefnumörkun varðandi íbúaþróun og atvinnustarfsemi, áherslur í landbúnaði, yfirbragð byggðar, loftlagsmál, náttúra og útivist ásamt stefnu um samfélagsþjónustu.

Á fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember síðastliðinn var samþykkt að auglýsa skipulags- og matslýsingu og er hún aðgengileg hér á heimasíðunni til og með 23. desember. Ábendingar og athugasemdir skulu berast innan þess tíma til skipulags- og byggingarfulltrúa eða í afgreiðslu ráðhússins. 

Sveitarstjórn samþykkti einnig á fundi sínum þann 13. nóvember að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Breytingin felst í því að afmarkaður er byggingarreitur suðvestan við bílaplanið 1500 fermetrar að stærð og veitt heimild fyrir byggingum allt að 7 metra háum. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu ráðhússins frá og með miðvikudegi 20. nóvember til og með 8. janúar 2020 og er einnig aðgengileg á heimasíðunni.

Skipulags- og matslýsinguna og tillöguna að deiliskipulaginu má nálgast hér á heimasíðunni.

Ábendingar og athugasemdir vegna skipulags- og matslýsingarinnar og deiliskipulagsins skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið jobygg@skagafjordur.is eða í afgreiðslu ráðhússins.