Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - Helgustaðir í Unadal

13.03.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi, Helgustaðir í Unadal

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 22. fundi sínum þann 17. janúar 2024 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar skv. 1. mgr. 30.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram í greinargerð með uppdrætti dags. febrúar 2024 unnin af VSÓ Ráðgjöf.

Skipulagssvæðið afmarkast af landspildu Helgustaðir land (L192697). Helgustaðir land er afmörkuð landspilda úr landi Hólkots (L146543) sem er mishæðótt svæði milli Unadalsár og Hólkostsvegar. Stærð breytingarsvæðis er 4,9 ha. Helstu markmið breytingarinnar eru að breyta aðalskipulagi í samræmi við starfsemi og landnotkun innan landspildunnar Helgustaðir land.

Tillaga að deiliskipulagi, Helgustaðir í Unadal

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 20. fundi sínum þann 13.12.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði í Undadal skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti nr. DS01 ásamt greingargerð útg. 1.0, dags. 21.02.2023 sem unnin var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina landnotkun í samræmi við starfsemi á svæðinu, skilgreina byggingarreiti og skilmála fyrir gestahús, þjónustuhús, aðstöðuhús, gróðurhús og samkomusal fyrir gesti Helgustaða, auk lóðar fyrir núverandi sumarhús og nýrrar lóðar.

Tillögurnar eru auglýstar frá 13. mars til og með 1. maí 2024. Hægt er að skoða tillöguna að breytingu á aðalskipulagi í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 517/2023 og deiliskipulagstillöguna undir málsnúmeri 277/2024. Tillögurnar munu jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin hér fyrir neðan og hér á heimasíðu undir "Skipulag í kynningu" á forsíðu.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi tillögurnar. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is undir málum númer 517/2023 og 277/2024 í síðasta lagi 1. maí 2024. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

 

Helgustaðir í Unadal - Breyting á Aðalskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi - Helgustaðir í Unadal

Helgustaðir í Unadal - Greinargerð

Helgustaðir í Unadal - Minnisblað