Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - Freyjugarður, kynningarmyndband

21.06.2023
Yfirlitsmynd af svæðinu

Skagafjörður auglýsir skipulagslýsingu fyrir fyrirhugað deiliskipulag fyrir Freyjugarð á Sauðárkróki. Skipulagslýsingin er kynnt með kynningarmyndbandi sem hægt er að horfa á hér að neðan. Í myndbandinu eru helstu viðfangsefni skipulagsins kynnt og sagt frá fyrirhuguðu skipulagsferli.

Kynningarmyndbandið er ný nálgun sveitarfélagsins til að kynna skipulagsmál fyrir íbúum og er markmiðið að kynningin nái til sem flestra. Skipulagslýsingin er aðgengileg í afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki og hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Hér eftir verður jafnframt hægt að nálgast skipulagsgögn og fylgjast með skipulagsmálum í nýrri skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is. Hægt er að fletta upp málsnúmeri 208/2023 fyrir deiliskipulag Freyjugarðs.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi fyrirhugaða deiliskipulagstillögu. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 28. júní 2023.

Einnig er hægt að senda inn athugasemdir í gegnum www.skipulagsgatt.is.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

 

Kynningarmyndband um skipulagslýsinguna:

Freyjugarður - Skipulagslýsing