Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál - Flæðar á Sauðárkróki

25.05.2023
Yfirlitsmynd yfir Flæðar á Sauðárkróki

Skipulagslýsing – Faxatorg – Flæðar á Sauðárkróki

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 13. fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa skipulagslýsingu um gerð deiliskipulags fyrir Flæðar á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu fyrir hönd Skagafjarðar. Skipulagssvæðið nær yfir 2,4 ha svæði og er á landnotkunarreit fyrir miðsvæði M-401 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Svæðið afmarkast af Skagfirðingabraut, áhorfendabrekku, neðsta hluta Nafa og Suðurgötu. Flæðarnar liggja miðsvæðis á Sauðárkróki og innan skipulagssvæðisins er sundlaug, safnahús, bókasafn, skrifstofur og tjaldsvæði. Markmið deiliskipulagsins verður að styrkja svæðið og götumynd meðal annars með skilgreiningu á byggingarskilmálum fyrir uppbyggingu menningarhúss. Gert verður ráð fyrir að tjaldsvæði, ásamt þjónustuhúsi verði víkjandi.

Skipulagslýsingin er í auglýsingu frá 24. maí til og með 14. júní 2023. Lýsingin mun liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi lýsinguna og fyrirhugað deiliskipulag. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 14. júní 2023.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar