Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði

Alþingishúsið við Austurvöll
Alþingishúsið við Austurvöll

Vakin er athylgi á að í auglýsingu sem birtist í Sjónhorni og Feyki í siðustu viku, kom fram að íbúar fyrrum Lýtingstaðahrepps ættu að ganga til kosninga í Varmahlíð, en rétt er að  þeirra kjördeild verður sem áður í Félagsheimilinu Árgarði.

 

Við kosningar til Alþingis sem fram fara  laugardaginn 28. október n.k. er skipan í kjördeildir sem hér segir:

Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli,

þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00

Kjördeild í Bóknámshúsi FNV,

þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps

– kjörfundur hefst kl. 09:00

Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði 

þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00

 

Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum,

þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00

 

Kjördeild í Höfðaborg Hofsósi,

þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00

 

Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum,

þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00

 

Kjördeild í Varmahlíðarskóla,

Staðar – og Seyluhrepps  – kjörfundur hefst kl. 10:00

 

Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki,

kjörfundur hefst kl. 13:00

 

Kjörfundi slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. 

 

Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.

Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00

Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni Norðurlands vestra á Sauðárkróki

til kl. 15:00 virka daga fram að kjördag og kl. 16:00-18:00 á kjördag þ. 28. október 2017.  Opið verður til kl. 19:00 á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki fimmtudagana 19. og 26. október

 

Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV.