Fara í efni

Atvinnulífssýning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 20.-21. maí 2023

15.03.2023

Ákveðið hefur verið að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 20.-21. maí nk.

Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði, vekja jákvæða athygli á samfélaginu okkar, kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð í Skagafirði.

Atvinnulífssýningin verður haldin með sama sniði og fyrri sýningar árin 2010, 2012, 2014 og 2018. Sýnendum gefst kostur á að kynna starfsemi sína í sérstökum básum í íþróttahúsinu en jafnframt er heimilt að selja þar vörur. Þá stendur til að halda málstofur um fjölbreytt málefni sömu daga. Svið verður á sýningarsvæðinu og hin ýmsu atriði sem fólk vill bjóða upp á eru mjög velkomin!

Nánari upplýsingar og skráningarblöð má nálgast hér á heimasíðu á næstu dögum. Munum við tilkynna það sérstaklega þegar það verður aðgengilegt.

Takið dagana frá!