Fara í efni

Atvinnulífssýning hafin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

20.05.2023

Við vekjum athygli á því að atvinnulífssýning er hafin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og mun standa yfir um helgina. Sýningin er opin í dag til kl. 17 og á morgun frá kl. 10-16.

Hægt er að nálgast gólfplanið og upplýsingar um sýnendur hér.

Á meðan á sýningu stendur fer einnig fram dagskrá á sviði.

Dagskrá á sviði laugardag:

kl. 11 - Setning atvinnulífssýningar

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri setur atvinnulífssýningu 2023

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitastjóri undirrita samkomulag um byggingu menningarhúss í Skagafirði

Einnig koma fram Pilsaþytur, nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar þær Rakel Sonja Ámundadóttir og Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir og tónlistarmaðurinn Sigvaldi Helgi Gunnarsson.

Kl. 13 - Farsæld barna

Málstofa Fræðslusviðs Skagafjarðar um nýju farsældarlöggjöfina

Kl. 15 - Solla stirða og Halla hrekkjusvín

Kl. 16 - Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik mæta á sviðið og taka við þakklætisvotti frá Sveitarfélaginu

Dagskrá á sviði á sunnudag:

Kl. 12 - Íslenski fjárhundurinn, þjóðhundur Íslendinga

Íslenski fjárhundurinn Sómi sýnir kúnstir sínar

Kl. 13 - Sigurlaug Vordís, Emelíana Lillý, Eysteinn og Fúsi Ben tónlistarfólk

Kl. 15 - Uppboð á málverki til styrktar Iðju dagþjónustu

Gestum sýningarinnar gefst tækifæri til þess að mála saman málverk sem boðið verður upp til styrktar Iðju dagþjónustu

Á meðan á sýningu stendur gefst sýnendum tækifæri til þess að koma fram á sviði með hverskonar uppákomur. Það má því búast við mun fleiri uppákomum á sviði. T.d. munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kynna frumkvöðla sem hlotið hafa styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.