Árvist óskar eftir starfsmanni

 Árvist óskar eftir starfsmanni

 

Tímabil starfs: Æskilegt er að starfsmaður geti byrjað sem fyrst og til 31. maí 2018.

Starfshlutfall: 37,5% starfshlutfall.

Lýsing á starfinu: Starfsmaður vinnur með nemendum eftir skóla. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Vinnutími: Dagvinna, eftir hádegi.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2018

Nánari upplýsingar: Vala Bára Valsdóttir, forstöðumaður Árvistar í síma 455-1100 eða valabara@arskoli.is.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt  eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.