Fara í efni

Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins

01.04.2015

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2014 er komin út. Ýmsar breytingar hafa verið hjá safninu síðastliðið ár. Unnar Ingvarsson hætti sem héraðsskjalavörður og við starfinu tók Sólborg Una Pálsdóttir. Miklar framkvæmdir eru við Safnahúsið og hefur það haft mikil áhrif á notendur þjónustunnar. Gestakomum hefur eðlilega fækkað milli ára en með tilkomu nýju lyftunnar fjölgar þeim vonandi mikið með betra aðgengi fyrir alla.

Í skýrslunni má lesa um breytingu á lögum um héraðsskjalasöfn og auknar skyldur þeirra í eftirliti með skilaskyldum aðilum. Héraðsskjalasafnið hlaut styrk árið 2013 í verkefnið gömlu húsin og er það verkefni nú komið vel á veg og hægt að nálgast upplýsingar um nokkur gömul hús á Króknum í gegnum google map, en nánari upplýsingar eru á heimasíðu safnsins.  Ætlunin er að fólk geti notað þær upplýsingar í snjallsímum á göngu sinni um bæinn í framtíðinni.

Skráning ljósmyndasafna hélt áfram á síðastliðnu ári og er nú að hefjast lokaárið í því átaksverkefni. Ætlunin er að gera myndagrunna ljósmyndasafnanna aðgengilega á vefnum leitir.is í samvinnu við Landskerfi bókasafna hf. Héraðsskjalasafnið opnaði einnig síðu á facebook á árinu til að auka miðlun á efni til notenda sinna.

Skýrsluna má nálgast hér.