Fara í efni

Árskóli auglýsir eftir umsjónarkennara

02.12.2014

 

Árskóli auglýsir eftir umsjónarkennara

Vegna barnsburðarleyfis vantar umsjónarkennara í 7. bekk tímabundið frá 1. janúar 2015 og út skólaárið 2014-2015. Um er að ræða krefjandi starf, sem unnið er í teymi með fleiri kennurum.

Hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Mjög góð samskiptahæfni.
  • Faglegur metnaður.
  • Reynsla sem umsjónarkennari er æskileg

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna félags grunnskólakennara. Starfið hentar bæði körlum sem konum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2014

Nánari upplýsingar um starfið gefur Óskar Björnsson, skólastjóri, í síma 822-1141 eða með því að senda fyrirspurn á: oskargb@arskoli.is.

Sótt er um starfið á heimasíðu sveitarfélagsins (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.