Fara í efni

Árshátíð yngra stigs Varmahlíðarskóla

19.03.2015
Árshátíð Varmahlíðarskóla

Árshátíð 1. til 6. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði laugardaginn 21. mars kl. 14:00.

Sýnt verður leikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson. Það er byggt á frægum sögupersónum eftir Astrid Lindgren og Thorbjorn Egner. Er það Lína Langsokkur sem er í aðalhlutverki og í grallaraskap tekst henni að galdra fram sínar uppáhalds sögupersónur úr ævintýrunum. Búast má við óvæntum atburðum með söng og dansi. 

Leikstjóri verksins er Helga Rós Sigfúsdóttir. Kaffihlaðborð verður í grunnskólanum að sýningu lokinni og er aðgangur innifalinn í miðaverðinu. Miðaverð er 2.000.- kr. fyrir fullorðna og 1.000.- kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Athugið að ekki verður kortaposi á staðnum.