Árshátíð Varmahlíðarskóla á föstudagskvöldið

Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla verður föstudaginn 15. janúar í Miðgarði og hefst hún kl 20. Það er söngleikurinn 6-tán á (von) LAUSU í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur sem verður settur á svið en höfundur verksins er Gísli Rúnar Jónsson.

Lifandi tónlist í sýningunni er í samvinnu við Tónlistarskóla Skagafjarðar en það eru 10. bekkingar sem bera hitann og þungann af sýningunni. Á heimasíðu skólans segir að verki fjalli um unglinga í framhaldsskóla og það sem á daga þeirra drífur. Innifalið í aðgangseyrinum, sem er 2.500 kr fyrir 16 ára og eldri og 1.000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri, er kaffi og meðlæti í Varmahlíðarskóla að lokinni sýningu.

Slegið verður upp balli í Miðgarði fyrir 7. - 10. bekk seinna um kvöldið og stendur það til kl 00:30. Meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins ætla að halda uppi stuði og eru sætaferðir í boði með frístundastrætó.