Árshátíð miðstigs Árskóla í Bifröst

Árshátíð miðstigs Árskóla í dag og á morgun
Árshátíð miðstigs Árskóla í dag og á morgun

Árshátíð nemenda 5., 6. og 7. bekkja í Árskóla verður í Bifröst á Sauðárkróki í dag og á morgun 24. og 25. janúar. Krakkarnir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá, leik og söng úr ýmsum áttum.

Tvær sýningar verða báða dagana kl 17 og 20 og er miðasala í Bifröst milli kl 14 og 20 og einnig hægt að panta miða í síma 453 5216. Miðaverð er 500 kr fyrir leikskólabörn, 1000 kr fyrir grunnskólanemendur og 1500 kr fyrir aðra.

Krakkarnir lofa góðri skemmtun og bjóða alla velkomna.