Árshátíð miðstigs Árskóla

Árshátíð miðstigs Árskóla verður haldin í félagsheimilinu Bifröst í dag 19. janúar og morgun 20. janúar. Það eru nemendur 5., 6. og 7. bekkjar sem munu stíga á stokk með fjölbreytta dagskrá, leik og söng úr ýmsum áttum.

Sýningar verða kl 17 og 20 báða dagana og er miðasala í Bifröst milli kl 14 og 20. Einnig er hægt að panta miða í síma 453 5216.

Krakkarnir lofa góðri skemmtun!