Fara í efni

Árshátíð Grunnskólans austan Vatna á Hólum og Sólgörðum

16.03.2018
Frá árshátíð GAV á Hólum í fyrra þegar Lína langsokkur var sett á svið.

Árshátíð Grunnskólans austan Vatna verður haldin hátíðleg um helgina í skólanum á Hólum og á Sólgörðum. Árshátíðin á Hólum verður í dag 16. mars kl 20 þar sem nemendur setja á svið (og á skjá) stutta leikþætti sem þeir hafa samið og að sýningu lokinni býður foreldrafélagið upp á kaffihlaðborð.  Aðgangseyrir er 1.500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn á leikskóla- og grunnskólaaldri.

Árshátíðin á Sólgörðum er laugardaginn 17. mars kl 14 og verður með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár. Í boði eru leikþættir, söngur, bingó og kaffihlaðborð.