Árshátíð GaV á Hofsósi

Mynd GaV
Mynd GaV

Árshátíð Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi verður haldin í félagsheimilinu Höfðaborg föstudaginn 27.mars og hefst kl.20:00. Boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði, bæði leikþætti og söng. Miðaverð fyrir grunnskólabörn er 500 kr og 1.800 kr fyrir fullorðna. Kaffiveitingar eru innifaldar í verðinu.

Að skemmtun lokinni munu strákarnir í 9. og 10. bekk sjá um að halda uppi góðri stemmingu til kl 00:30 og skólabílar munu aka nemendum heim.