Fara í efni

Söngleikurinn Hársprey í flutningi Varmahlíðarskóla

11.01.2018
Hársprey í Miðgarði í flutningi eldri nemenda Varmahlíðarskóla

Nemendur í 7.-10. bekk í Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði, fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og föstudaginn 12. janúar kl. 20:00. Söngleikurinn er eftir þá Mark O’Donnell og Thomas Meehan en uppsetning nemenda er þýdd af Írisi Olgu Lúðvíksdóttur og Árna Friðrikssyni undir leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur. 

Aðeins eru sýndar þessar tvær sýningar og eftir sýningu fimmtudagsins er boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla eins og venjulega. Að lokinni sýningu föstudagsins verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu. Á föstudeginum gengur frístundastrætó og er skráning í hann í gegnum Nóra https://umss.felog.is/