Árshátíð 1.-6. bekkjar Varmahlíðarskóla

Ávaxtakarfan sýnd í Miðgarði
Ávaxtakarfan sýnd í Miðgarði

Árshátíð 1.-6. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 18. nóvember kl. 16:00. Nemendur sýna Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur við tónlist Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Að sýningu lokinni verða kaffiveitingar en aðgangseyrir er 2000 kr fyrir fullorðna og 1000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri.

Athygli er vakin á því að aðeins verður sýnd þessi eina sýning og að frístundastrætó ekur frá Sauðárkróki og Hofsósi.