Fara í efni

Arnór Gunnarsson nýr þjónustufulltrúi landbúnaðarnefndar

03.06.2013

Ráðið hefur verið í starf þjónustufulltrúa landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og varð Arnór Gunnarsson fyrir valinu. Arnór er búfræðingur að mennt, starfað sem bóndi í 35 ár og setið í nefndum og stjórnum varðandi landbúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið. Arnór hefur verið fjallskilastjóri í 24 ár.

Alls sóttu nítján manns um starfið sem felur í sér meðal annars umsjón og eftirlit með fjallskilasjóðum og viðhaldi á afréttargirðingum, umsýsla og áætlanagerð með refa- og minkaveiði, umsjón með landareignum sveitarfélagsins og úttekt á girðingum í samráði við Vegagerðina. Þá er viðkomandi tengiliður við dýralækni og sér um eftirlit vegna lausagöngu búfjár, situr fundi landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og sinnir ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum.