Árleg friðarganga Árskóla föstudaginn 29. des

Friðarganga ÁrskólaHin árlega friðarganga Árskóla verður föstudaginn 29. desember og hefst við skólann kl 8:30. Að þessu sinni verður mynduð samfelld ljósakeðja frá kirkjunni að krossinum og eru foreldrar sem og aðrir bæjarbúar hvattir til að taka þátt í göngunni eða fylgjast með. Boðið er upp á kakó og piparkökur á lóð skólans að göngu lokinni.