Áramótabrennur og flugeldasýningar

Áramótabrenna
Áramótabrenna

Nú er komið að lokum ársins 2015 og munum við kveðja það með hefðbundnum hætti eins og vanalega með brennum og flugeldasýningum sem björgunarsveitirnar sjá um.

Það eru fjórar áramótabrennur í Skagafirði og verður kveikt í þeim öllum kl 20:30 á gamlárskvöld.

 Á Sauðárkróki er brennan norðan við hús Vegagerðarinnar, Á Hofsósi við Móhól, á Hólum sunnan við Víðines og í Varmahlíð við afleggjarann upp í Efri-Byggð.

Á þessum sömu stöðum verða flugeldasýningar sem allar hefjast kl 21.