Áramótabrennur í Skagafirði

Áramótabrenna
Áramótabrenna

Nú líður að lokum ársins 2017 og munum við kveðja það með hefðbundnum hætti með brennum og flugeldasýningum sem björgunarsveitirnar sjá um. Fjórar áramótabrennur eru í Skagafirði og verður kveikt í þeim öllum kl 20:30.

 Á Sauðárkróki er brennan norðan við hús Vegagerðarinnar, Á Hofsósi við Móhól, á Hólum sunnan við Víðines og í Varmahlíð við afleggjarann upp í Efri-Byggð.

Á þessum sömu stöðum verða flugeldasýningar sem allar hefjast kl 21.