Áhrif verkfalla á opnun íþróttamannvirkja

Vegna boðaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Kjalar verða öll íþróttamannvirki Skagafjarðar lokuð dagana 27. – 29. maí. Komi til þess að verkföllum verði frestað eða þau afturkölluð verður opnun íþróttamannvirkjanna auglýst á heimasíðu og Facebooksíðu Skagafjarðar.