Fara í efni

Afrakstur samstarfs í skólamálum

13.11.2015
Dönsk fræðibók fyrir leik- og grunnskólakennara

Fræðsluþjónusta Skagfirðinga fékk styrk frá einni af menntaáætlunum ESB, Comenius Regio, til tveggja ára samstarfs við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku. Verkefnið stóð yfir á árunum 2012-2014 og var markmið þess að rannsaka aðferðir stjórnenda og fagfólks í skólakerfinu við að skipuleggja áhugavert og hvetjandi lærdómsumhverfi fyrir börn á aldrinum 5 – 8 ára í þeim tilgangi að auka samfellu í skóladegi barnanna. Þátttökuskólar í verkefninu í Skagafirði voru Ársalir og Árskóli ásamt leikskólanum Birkilundi og Varmahlíðarskóla.

Afrakstur samstarfsins var margvíslegur og má skoða ýmsar hugmyndir nánar á netsíðu verkefnisins, inlearnregio.com. Eitt af þeim margbreytilegu verkefnum sem kom út úr samstarfinu var sameiginleg fræðigrein sem skrifuð var af Selmu Barðdal, uppeldis – og sálfræðiráðgjafa Fjölskylduþjónustu Skagfirðinga og Idu Schwartz, sálfærðingi og lektor í Óðinsvé,  en þær sátu jafnframt í verkefnisstjórninni.

Greinin var skrifuð á dönsku og ber heitið Pædagogisk arbejde með børns fællesskaber í overgangen fra børnehave til skole eða Selma BarðdalUppeldisfræðileg nálgun á samveru og samskiptum barna við skil skólastiga, leik – og grunnskóla. Greinin var  birt nú á dögunum í dönsku fagriti fyrir leik – og grunnskólakennara sem ber heitið Kvalitet i dagtilbud. Þess skal getið að greinin er byggð á athugunum beggja höfunda í hvoru landi fyrir sig og fóru athuganir Selmu Barðdal fram í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki  og Varmahlíðarskóla.