Afmæli Dagdvalar aldraðra

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki

Þann 20. nóvember síðastliðinn voru liðin 20 ár frá því Dagdvöl aldraðra opnaði á Sauðárkróki. Af því tilefni verður opið hús í dag fimmtudag 22. nóvember og á morgun föstudag kl 13-15 hjá dagdvölinni sem er til húsa í dvalarheimilinu á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

Á laugardaginn verður afmælisfagnaður sem hefst kl 14, með ávarpi sveitarstjóra Sigfúsar Inga Sigfússonar, og stendur til kl 17. Á laugardaginn verður einnig hinn árlegi basar Félags eldri borgara og handverkssýning þjónustuþega Dagdvalar í félagsaðstöðunni í dvalarheimilinu. Margt góðra muna verður á basarnum og glæsileg handverkssýning.

Allir eru velkomnir að líta við í dagdvölinni í vikunni og fagna afmælinu á laugardaginn.