21. ársþing SSNV haldið á Sauðárkróki

Logo SSNV

21. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er haldið á Sauðárkróki dagana 17. – 19. október.

Í gær, á fyrsta degi þingsins, var dagskráin að mestu leiti helguð málefnum fatlaðra. Í dag eru lagðar fram starfsskýrslur og gestir þingsins, þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Halldór Halldórsson, ávarpa þingið en seinni hluti dagsins er helgaður dagskrá um ungt fólk, verkefni sveitarfélaga og samstarf þeirra. Á morgun fara fram nefndarstörf og afgreiðsla nefndarálita, ársreikninga og fjárhagsáætlana. Gunnar Bragi Sveinsson verður gestur þingsins þennan dag og mun flytja ávarp.