Spilasíðdegi á bókasafninu
4. febrúar kl. 17:00-19:00
Ýmislegt
Héraðsbókasafn Skagfirðinga
Þriðjudaginn 4. febrúar á milli kl. 17 og 19 er öllum boðið að koma á bókasafnið og spila borðspil.
Spilasíðdegið er hugsað fyrir gesti á öllum aldri sem hafa gaman af borðspilum eða vilja kynnast þeim og prufa.
Safnið á fjölda borðspila fyrir alla aldurshópa en einnig er hægt að koma með spil með sér. Spilin á safninu eru líka til útláns.