Hljómbrá og vinir
15. nóvember kl. 20:00
Tónleikar
Menningarhúsið Miðgarður
Hljómbrá skipa Guðrún Helga í Miðhúsum, Íris Olga í Flatatungu og Kolbrún Erla á Úlfsstöðum. Með þeim syngja Halldóra Árný Halldórsdóttir, Jóel Agnarsson, Lára Sigurðardóttir og Símon Pétur Borgþórsson
Í hljómsveitinni spila Guðmundur Ragnarsson á gítar, Katharina Sommermeier á fiðlu, Margeir Friðriksson á bassa, Rögnvaldur Valbergsson á píanó og Sigurður Björnsson á trommur og mandólín.
Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Skagafjarðar
Ath! Enginn posi á staðnum en forsala miða verður í Miðgarði föstudagana 7. og 14. nóv kl. 11 - 13:30 og mánudaginn 10. nóvember kl. 15 - 17
Einnig verður hægt að leggja inn á reikning í miðasölu. Nú, svo tekur Kolbrún Erla við miðapöntunum á Messenger!