Daníel Hjálmtýsson í Kakalaskála
26. júlí kl. 20:00
Tónleikar
Kakalaskáli
Daníel Hjálmtýsson heimsækir Kakalaskála þann 26.júlí nk. kl. 20, einn og óstuddur. Daníel mun leika frumsamin lög í bland við ábreiður Leonard Cohen, Mark Lanegan og fleiri í órafmögnuðum stíl en Daníel eyddi töluverðum tíma sem barn í Kringlumýri og snýr nú aftur á æskuslóðir.
Daníel sendi ásamt hljómsveit sinni frá sér plötuna Labyrinthia við lok árs 2022 og kom platan út à vínyl á vegum Reykjavik Record Shop þann 23.mars sl. Platan, sem hlotið hefur mikið lof bæði hér heima og erlendis, er við það að seljast upp en einhver eintök verða til sölu í kirkjunni ásamt öðrum varning en Daníel verður tiltölulega nýkominn heim frá tónleikaferðalagi um Austur-Evrópu.
Lög Daníels hafa þá ratað inn á vinsældarlista á Íslandi, Bandaríkjunum, Ítalíu og fleiri stöðum en Daníel hefur einnig getið sér gott orð fyrir túlkun sína á lögum Leonard Cohen og Nick Cave og selt upp tónleika um allt land því tengdu frá árinu 2017.
Gera má ráð fyrir huggulegri stemmingu og heiðrun minningar vinar Daníels og læriföður, Mark Lanegan en platan Labyrinthia er einmitt tileinkuð minningu Lanegan, sem lést þann 22.febrúar 2022.
Þá hefur Daníel ákveðið í tilefni heimsóknar sinnar í Kakalaskála að velta upp nokkrum Leonard Cohen lögum en Daníel lék á þrennum uppseldum tónleikum í Hvalsneskirkju og Búðakirkju í fyrra til að kveðja þann kafla annars.
Miðasala hefst innan skamms á www.tix.is og er afar takmarkaður sætafjöldi í boði.
Verið hjartanlega velkomin