Fara í efni

17. júní hátíðarhöld

17. júní 2024 í Skagafirði

Í ár fögnum við því að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Hátíðar- og skemmtidagskrá Skagafjarðar mun fara fram sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki, þar sem karnival stemning mun ríkja á Árskólalóðinni.
Skrúðganga fer frá Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg kl. 13:30 og endar á hátíðarsvæðinu sunnan við íþróttahúsið.
 
Dagskrá 17. júní
8:00 Fánar dregnir að húni
Íbúar eru hvattir til að draga fána að húni á flaggstöngum sínum.
 
11:00 17. júní hjólatúr
Íbúar eru hvattir til að fá sér hjólatúr í tilefni dagsins. Tilvalið að skreyta hjólin með Íslenska fánanum.
 
13:30 Skrúðganga frá Safnahúsinu við Faxatorg að hátíðarsvæðinu
 
14:00 Karnival hátíðardagskrá sunnan við íþróttahús, á Árskólalóðinni
 
Dagskrá á sviði:

- Hátíðarræða í flutningi Ómars Braga Stefánssonar
- Karlakórinn Heimir syngur fyrir gesti
- Fjallkonan les ljóð. Fjallkonan 2024 verður Lydía Einarsdóttir.
- Söngsyrpa frá Leikfélagi Sauðárkróks

Karnivalstemning verður á Árskólalóðinni!
- Hvolpasveitin heilsar upp á börnin
- Grillaðar pylsur í boði sveitarfélagsins
- Lýðveldiskaka í boði fyrir gesti
- Skátarnir verða með fjölbreyttan söluvarning
- Hoppukastalar
- Teymt undir börnum á hestbaki
- Skemmtilegir leikir og þrautir
 
15:00 Götukörfuboltamót á körfuboltavellinum við Árskóla
Þrír á þrjá. Skráning á gotukorfubolti@gmail.com eða í spurningakönnun inn á viðburðinum á Facebook. Keppt verður í tveimur flokkum:
15 ára og yngri og 16 ára og eldri.