Fara í efni

Veitustjórn

11. fundur 09. desember 1998 Skrifstofa Skagafjarðar

Ár 1998 miðvikudaginn 9. des kom veitustjórn saman á skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir voru undirritaðir.

Dagskrá:

  1. Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar.
  2. Sameining veitna, ráðgjafasamningur og bréf frá iðnaðarráðuneyti.
  3. Álagningarprósenta vatnsskatts 1999.
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Veitustjórn samþykkir að rafveitan og hitaveitan, hvor um sig leggi fram 1.000.000.- eina milljón krónur – árlega til hlutafélagsins Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar hf. næstu fjögur árin. 

Einnig samþykkt að veitustjórnar fulltrúar fari hlutfallslega með afl atkvæða.

2. Veitustjórn samþykkir framlagðan verktakasamning við Verkfræðistofuna Afl um athugun á sameiningu veitna og felur formanni að undirrita hann. 

Lagt fram svarbréf iðnaðarráðuneytis um upplýsingaöflun vegna umsvifa Rarik í Skagafirði. Veitustjórn mótmælir neikvæðri afstöðu ráðuneytisins til verksins og samþykkir að fela formanni og veitustjórum að reka málið áfram.

3. Veitustjórn samþykkir að vatnsskattur í sveitarfélaginu verði 0,17% árið 1999 af álagningarstofni fasteignamats.  Hámarksgjald verði kr. 24.- af m3 og lágmark kr. 20.-

4. Rætt um samskipti hitaveitu og stjórnar Ljósheima um dælustöð og tengigjöld í félagsheimilinu.  Formanni og veitustjóra falið að ganga til samninga.


Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.


Snorri Styrkársson                                        

Sigurður Ágústsson

Árni Egilsson                                               

Páll Pálsson

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson

Einar Gíslason