Fara í efni

Veitustjórn

8. fundur 04. nóvember 1998 kl. 16:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Ár 1998 miðvikudagur 4. nóv. kom Veitustjórn saman á skrifstofu Skagafjarðar kl. 16,30.

Mætt voru Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvatsdóttir, Einar Gíslason, Snorri Styrkársson og varamaðurinn Páll Sighvatsson.  Auk þess sátu fundinn Snorri Björn Sigurðsson, Sigurður Ágústsson og Páll Pálsson.


Dagskrá:

                 1.  Orkuveitur í Skagafirði “tillaga”.

                 2.  Norðlensk-orka.

                 3.  Ráðstefna um framtíðarskipum orkumála.

                 4.  Innheimta hita- vatnsveitugjalda í Steinst.hverfi.

                 5.  Málefni Máka hf.

                 6.  Dælustöð í Ljósheimum.

                 7.  Önnur mál:

                                       a)  Samorku-fundur í Borgarnesi

                                       b)  Samningaviðræður við eldri heitavatnsnotendur í Hólminum

                                       c)  Hluthafa fundur Átaks hf.

 

Afgreiðslur:

1. Veitustjórn samþykkir að gerð verði arðsemisathugun á yfirtöku á dreifikerfi Rarik í Skagafirði með það í huga að til verði  eitt veitu- og orkusölufyrirtæki í Skagafirði.

Verkefnishópur:  Fenginn verði ráðgjafi sem verði verkefnisstjóri.  Aðrir í verkefnishópnum verði Sigurður Ágústsson rafv.st. og Páll Pálsson veitustjóri.

Skilgreining verkefnis:  Verkefni vinnuhópsins verði að kanna hvort hagkvæmt sé að          sameina í einu fyrirtæki sölu á rafmagni í Skagafirði og hita- og vatnsveitur í eigu sveitarfélagsins.  Fyrirtækið verði í eigu Skagafjarðar.  Einnig að kannaðir verði möguleikar sem sköpuðust við stofnun á slíku fyrirtæki t.d. til nýsköpunar í atvinnulífinu.  Verkefnishópurinn skal skila skýrslu til veitustjórnar eigi síðar en 1. febr. 1999.

Tillagan borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum, einn nefndarmaður greiddi ekki atkvæði.

2. Formaður gerði grein fyrir stofnundi Norðlenskrar- orku sem fram fór 7. október sl.

Hlutafé félagsins er 4.700.000.-

Hlutur Rafveitu Sauðárkróks er 2.450.000.-

Í stjórn voru kjörnir:  Þórarinn Magnússon, Frostastöðum formaður, aðrir stjórarmenn eru Ingimar Ingimarsson, Y-Skörðugili, Sigurður Ágústsson, Sigrún Alda Sighvats og Þórólfur Gíslason, öll á Sauðárkróki. 

Til vara voru kosnir:  Snorri Björn Sigurðsson og Einar Gíslason á Sauðárkróki,  Árni Egilsson, Hofsósi,  Gunnar Oddson, Flatatungu og Stefán Gestsson á Arnarstöðum.

Formaður gerði einnig grein fyrir fundi í “samráðsnefndinni” sem fram fór í R.vík. 20. okt. 1998.

3. Rafveitustjóri sagði frá fyrirhugaðri ráðstefnu Samorku 23. og 24. nóv. um framtíðarskipan orkumála.

Veitustjórn samþykkir að veitustjórar og þeir veitustjórnarfulltrúar sem sjá sér fært, sæki ráðstefnuna.

4. Ákveðið hefur verið að innheimta hita- og vatnsveitugjöld í Steinstaðahverfinu sem sama hætti og verið hefur, út árið 1998.

5. Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfsemi og stöðu Máka hf.  Tekið fyrir bréf dags.  frá stjórn Máka hf. undirritað af Vilhjálmi Bjarnasyni starfsmanni stjórnar, þar sem óskað er eftir að hitaveitan auki hlutafé sitt í félaginu.

Málinu frestað.

6. Veitustjóri gerði grein fyrir samningum um húsnæði fyrir dælustöð í félagsheimilinu Ljósheimum.  Veitustjórn felur veitustjóra að ganga til samninga.

7. a)  Málinu frestað.

b) Veitustjóri gerði grein fyrir hitaveitulögn í Hólminum og fyrirkomulagi þeirra viðskipta við fyrri notendur hitaveitu.

c)  Átak hf. boðar til hluthafafundar mánudaginn 9. nóv. á Hótel Mælifelli kl. 20,30.

Samþykkt að veitustjórnarmenn fari hlutfallslega með atkvæði raf- og hitaveitu.


Fleira ekki gert fundi slitið.

 

Snorri Styrkásson 

Sigurður Ágústsson

Árni Egilsson                                             

Páll Pálsson

Sigrún Alda Sighvats

Páll Sighvatsson

Einar Gíslason