Fara í efni

Veitustjórn

2. fundur 08. júlí 1998 kl. 17:00 Stjórnsýsluhús

Ár 1998, miðvikudaginn 8. júlí, kom veitustjórn saman til fundar í Stjórn­sýsluhúsinu kl. 17,00. Á fundinn voru mætt: Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson, Einar Gíslason og Bjarni Ragnar Brynjólfsson. Auk þeirra voru mættir á fundinn Páll Pálsson, veitustjóri og Sigurður Ágústsson, rafveitustjóri, auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.


Dagskrá:

  1. Útboðið “Hitaveita  Skagafjarðar, vinnuútboð 1998.”
  2. “Norðlensk orka ehf.”

 
Afgreiðslur:

1. Tekinn fyrir fjórði liður í fundargerð veitustjórnar frá 1. júlí sl., þar sem fjallað var um útboðið “Hitaveita  Skagafjarðar, vinnuútboð 1998.”

Í ljósi þess að óverulegur munur er á tilboði frá G.V. gröfum ehf og tilboði Símonar Skarphéðinssonar, þá samþykkir veitustjórn að taka tilboði Símonar Skarphéðinssonar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því mikla atvinnuleysi, sem er í Skagafirði um þessar mundir. Þessi ákvörðun veitustjórnar er ekki stefnumarkandi hvað varðar þau verkefni, sem framvegis verða boðin út á vegum veitnanna. Veitustjóra er falið að ganga frá samningi um verkið.

2. Farið yfir drög að samþykktum og stofnsamningi fyrir “Norðlenska orku ehf.”

Veitustjórn felur formanni og varaformanni að óska eftir fundi með forsvars­mönnum Skagfirskrar orku ehf til að undirbúa stofnfund “Norðlenskrar orku ehf”.


Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

Snorri Styrkársson                

Snorri Björn Sigurðsson

Sigrún Alda Sighvats           

Páll Pálsson

Árni Egilsson                        

Sigurður Ágústsson

Bjarni R. Brynjólfsson

Einar Gíslason