Fara í efni

Veitunefnd

12. fundur 22. desember 2023 kl. 09:00 - 09:25 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Guðlaugur Skúlason formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Guðný Axelsdóttir Starfsmaður Skagafjarðarveitna
Dagskrá

1.Borgarmýrar rannsóknir og virkjun

Málsnúmer 2303317Vakta málsnúmer

Lagt er til að bora holu sunnan við núverandi vinnsluholur, nærri holu BM-6 sem gæti orðið allt að 1200 m djúp en árangur af borun ræður því nokkuð. Þess má geta að dýpsta hola svæðisins í dag er hola BM-13 sem er 666,8 m. Víðari holur á svæðinu hafa gefið meira vatn og jafnframt þær sem eru dýpri. Dýpri holur hafa einnig verið að fá meira vatn inn dýpra og þess vegna er lagt til að bora enn dýpri holu en áður hefur verið boruð á Áshildarholtsvatni.

Nefndin samþykkir að fela verkefnisstjóra Skagafjarðarveitna að gera verðkönnun í verkið og fá niðurstöður fyrir 15. jan.

Fundi slitið - kl. 09:25.