Fara í efni

Veitunefnd

9. fundur 13. október 2023 kl. 09:00 - 10:15 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Guðlaugur Skúlason formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkstjóri á veitu- og framkvæmdasviði
Fundargerð ritaði: Valur Valsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stofnlögn hitaveitu Langhús - Róðhóll, efnisútboð 2, 2022

Málsnúmer 2206134Vakta málsnúmer

ÍSOR að beiðni Skagafjarðarveitna hefur tekið saman vatnsborðsgögn úr holum SK-28 og
SK- 32 í Hrolleifsdal til að meta þróun vatnsborðs við vinnslu undanfarin ár.Í þessari skýrslu eru niðurstöður dæluprófsins frá því í sumar teknar saman. Þær eru notaðar
ásamt vatnsborðsspám til að meta mögulega þróun meðalvatnsborðs með það að markmiði
að svara eftirfarandi spurningum: (1) Er hægt að vinna 20 L/s í allt að 2 mánuði samfleytt án þess að fara undir 228 m í holu SK-28? (2) Er hægt að taka 25 L/s úr svæðinu í 10 ár?

Sæunn Halldórsdóttir starfsmaður Ísor kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar fyrir nefndinni. Svæðið gefur ekki eins og vonir stóðu til og telur því nefndin rétt að stefna að tengingu milli Langhúsa og Róðhóls sem er nauðsynlegt fyrir öryggi núverandi veitusvæðis og forsenda fyrir stækkun þess.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - málefni veitunefndar, mfl. 63, 65 og 67

Málsnúmer 2310160Vakta málsnúmer

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í veitunefnd.

Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Veitunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

3.Gjaldskrá hitaveitu 2024

Málsnúmer 2310010Vakta málsnúmer

Hækkun neysluvísitölu síðustu tólf mánuði er 7,7% en út frá rekstrarstöðu hitaveitu er lögð fram tillaga um 4,9 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2024. Hækkunin er til komin vegna fyrirsjáanlegra verðlagsbreytinga og viðhaldsframkvæmda. Við ákvörðun gjaldskrár er einnig tekið mið af langtímaáætlun um fjárfestingar í hitaveitu.

Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.

4.Gjaldskrá vatnsveitu 2024

Málsnúmer 2310011Vakta málsnúmer

Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2024. Við ákvörðun gjaldskrár er tekið mið af samþykktri rekstraráætlun og langtímaáætlun vatnsveitunnar. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun.

Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.