Fara í efni

Veitunefnd

2. fundur 06. september 2022 kl. 09:00 - 11:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Guðlaugur Skúlason formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkstjóri á veitu- og framkvæmdasviði
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Erindi varðandi sölu á heitu vatni til starfsemi í kennslu og fiskeldi Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207112Vakta málsnúmer

Erindi barst til sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 13. Júlí 2022. Erindið var tekið fyrir á 7. fundi Byggðarráðs þann 20.07.2022 og því vísað til afgreiðslu veitunefndar.

Efni: Beiðni um að Skagafjarðaveitur selji áfram heitt vatn til starfsemi í kennslu og rannsóknum í fiskeldi í aðstöðu fyrrum Hólalax og síðar FISK Seafood á þeim kjörum sem tiltekin eru í samningi sem gerður var á milli Hitaveitu Hjaltadals síðar Skagafjarðarveitna og Hólalax frá 4. maí, 1991 sem síðar var uppfærður þegar Hólalax sameinaðist FISK Seafood árið 2019.

Málið var tekið fyrir og niðurstaðan er að bjóða Háskólanum á Hólum hámarks afslátt sem veittur er til stórnotenda og sprotafyrirtækja af gjaldskrá Skagafjarðarveitna á heitu vatni vegna reksturs fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í Hjaltadal. Skagafjarðarveitur hafa ekki heimild til að veita hærri afslátt en samkvæmt gildandi gjaldskrá.

2.Lambanesreykir, samningar, rennslismælingar og rannsóknir.

Málsnúmer 2206234Vakta málsnúmer

Starfsmenn Skagafjarðarveitna hafa skoðað aðstæður á Lambanesreykjum og metið aðstæður til rennslismælinga, rannsókna og möguleika á virkjun hitaveituholu LN-13 sem er í notkun í dag. Einnig hefur verið lagt mat á það hvar og hvernig best væri að byggja nýja dælustöð fyrir svæðið ef að framkvæmdum verður. Ný dælustöð sem myndi þjóna byggð sem er að Lambanesreykjum ásamt dælingu á vatni að Hraunum og myndi tryggja afhendingaröryggi veitunnar verulega.

Sviðsstjóri upplýsir nefndarmenn um stöðu mála og er honum falið að leita samninga við landeigendur sem fyrst.

3.Hitaveita Varmahlíð, Reykjarhóll - útborun VH-22, verkframkvæmd

Málsnúmer 2201227Vakta málsnúmer

Jarðborinn Nasi er væntanlegur í að bora út Holu VH-22 sem boruð var á síðastliðnu ári. Gert er ráð fyrir að borinn hefji borun í kringum miðjan september næstkomandi.

4.Kaldavatnsöflun í Skagafirði - langtímaáætlun

Málsnúmer 2108150Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að gera áætlun um framtíðaráform kaldavatnsöflunar í Skagafirði á vegum Skagafjarðarveitna. Áætluninni er ætlað að veita veitunefnd, sveitastjórn og stjórendum Skagafjarðarveitna yfirsýn yfir helstu verkefni sem eru framundan ásamt því að vera stefnumarkandi skjal í mati á framkvæmdum næstu ára og skal haft til hliðssjónar við gerð fjárhagsáætlana. Áætlunin skal vera til 10 ára og skal uppfæra amk. einu sinni á ári, í síðasta lagi fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

Nefndin felur sviðsstjóra að setja af stað vinnu við gerð áætlunina og drög af áætluninni skal vera tilbúin fyrir næsta fund.

5.Hitaveita í Skagafirði - langtímaáætlun

Málsnúmer 2208328Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að gera áætlun um framtíðaráform um virkjun og dreifingu á heitu vatni í Skagafirði. Áætluninni er ætlað að veita veitunefnd, sveitastjórn og stjórendum Skagafjarðarveitna yfirsýn yfir helstu verkefni sem eru framundan ásamt því að vera stefnumarkandi skjal í mati á framkvæmdum næstu ára og haft til hliðssjónar við gerð fjárhagsáætlana. Áætlunin skal vera til 10 ára og skal uppfæra amk. einu sinni á ári, í síðasta lagi fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

Nefndin felur sviðsstjóra að setja af stað vinnu við gerð áætlunar og stefnt skal að drög séu tilbúin fyrir næsta fund.

6.Sauðárkrókur kaldavatnsveita

Málsnúmer 2208329Vakta málsnúmer

Starfsmenn Skagafjarðarveitna hafa tekið saman yfirlit yfir dreifingu notkunar á köldu vatni á Sauðárkróki.

Fundi slitið - kl. 11:00.