Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

77. fundur 20. maí 2021 kl. 13:00 - 15:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Langhús - Sólgarðar - tenging hitaveitu 2021

Málsnúmer 2105113Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að leggja heitavatnslögn frá Langhúsum að Sólgörðum á þessu ári.

Sviðsstjóra er falið að setja verkefnið á dagskrá.

2.Strandvegur, Borgargerði - Hegrabraut stofnlögn DN 250 mm

Málsnúmer 2105114Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að ganga frá graseyju við Strandveg milli Borgargerðis og Hegrabrautar þar sem eftir er að leggja stofnlögn hitaveitu DN 250. Einnig er eftir að ganga frá skurðstæði lagna frá Hegrabraut að Knarrarstíg.

Sviðsstjóra er falið að sjá um frágang í samstarfi við aðra aðila sem að verkinu komu. Ákveðið er að stofnlögn milli Borgargerðis og Hegrabrautar verði lögð áður en frágangi lýkur.

3.Nestún gatnagerð 2021, hönnunargögn og útboðslýsing

Málsnúmer 2105102Vakta málsnúmer

Gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðra framkvæmdar við Nestún er langt komin. Gert er ráð fyrir að Skagafjarðarveitur sjái um lagningu hitaveitu- og kaldavatnslagna við götuna.

Sviðsstjóra er falið að setja verkefnið á dagsrká. Verkið verður unnið samhliða vinnu við gatnagerð.

4.Langhús - 2 borholuhús, byggingarleyfi

Málsnúmer 2105040Vakta málsnúmer

Byggingarleyfi fyrir borholuhúsum í Langhúsum í Fljótum hefur verið samþykkt af byggingarfulltrúa. Vinna við smíði húsanna er hafin og er verkið unnið af þjónustusviði sveitarfélagsins.

5.Hverhólar - byggingarleyfi fyrir borholuhúsi

Málsnúmer 2105039Vakta málsnúmer

Byggingarleyfi fyrir borholuhúsi í Hverhólum hefur verið samþykkt af byggingarfulltrúa. Vinna við smíði hússins er hafin og er verkið unnið af þjónustusviði sveitarfélagsins.

6.Ljósleiðaravæðing - áætlun 2021

Málsnúmer 2102029Vakta málsnúmer

Verkfræðistofan Stoð hefur hafið hönnun og gerð útboðsgagna fyrir ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði. Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í júní 2021.

Nefndin fagnar því að þessi framkvæmd sé komin að endamörkum.

7.Borun VH-20, við Reykjarhól í Varmahlíð - verklýsing Ísor

Málsnúmer 2103311Vakta málsnúmer

Borun vinnsluholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð hefur verið send út verðfyrirspurn á þrjú borfyrirtæki.

Eitt tilboð barst og var það frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða ehf. Tilboð verktakans var 2% yfir kostnaðaráætlun verkkaupa. Nefndin samþykkir að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið á grundvelli tilboðsins.

8.Skagafjarðarveitur gjaldskrá júlí 2021

Málsnúmer 2105141Vakta málsnúmer

Á 72. fundi veitunefndar 4. des. 2020 var lagt til að gjaldskrá hitaveitu Skagafjarðarveitna yrði endurskoðuð á miðju ári 2021. Fyrir liggur rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs 2021.

Lögð var fram tillaga um 1,25% hækkun á gjaldskrá hitaveitu 1. júlí 2021. Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitunnar verði endurskoðuð á ný þegar hálfsársuppgjör liggur fyrir.
Ítrekað er að afsláttarkjör stórnotenda verði yfirfarin eins og lagt var til á 72. fundi veitunefndar þann 4. des. 2020 og sviðsstjóra er falið að fylgja því eftir.

Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.

Fundi slitið - kl. 15:00.