Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

71. fundur 05. nóvember 2020 kl. 13:00 - 15:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Ísor samningur um ráðgjöf vegna rannsókna 2020

Málsnúmer 2006267Vakta málsnúmer

Ísor hefur skilað skýrslu vegna rannsóknarborana í Varmahlíð í haust. Í skýrslunni er lagt til að farið verði í frekari úrvinnsla gagna til að staðsetja nýja vinnsluholu.

Sviðsstjóri og starfsmenn Ísor kynna niðurstöður skýrslunnar og mögulegar staðsetningar á nýrri vinnsluborholu fyrir nefndarmönnum. Frekari úrvinnsla úr upplýsingum er þörf til að ákvarða endanlega staðsetningu holu og er sviðstjóra falið að fylgja málinu eftir með starfsmönnum Ísor.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Hörður H. Tryggvason frá Ísor og Heimir Ingimarsson frá Ísor sátu þennan lið.

2.Jarðhitaréttindi á Steinsstöðum

Málsnúmer 2011045Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Dagnýju Stefánsdóttur og Róberti Loga Jóhannssyni þar sem þess er farið á leit að Sveitarfélagið Skagafjörður taki yfir umsjón með jarðhitaréttindum á Steinsstöðun.

Nefndin þakkar fyrir erindið. Farið var yfir málið og það rætt. Ljóst er að málsaðilar þurfa að koma sér saman um hvernig staðið skuli að nýtingu og mælingum á sameiginlegu jarðhitasvæði. Sviðsstjóra er falið að afla frekari gagna um málið til úrvinnslu.

3.Hegranes vinnuútboð 2020 - hitaveita og strenglögn

Málsnúmer 2004116Vakta málsnúmer

Vinna við framkvæmdir við nýja hitaveitu og lagningu ljósleiðara hefur staðið yfir síðan í júní. Verktakinn, Vinnuvélar Símonar, hefur lokið framkvæmd verksins og skilaði verkinu innan tilsetts tímaramma.

Nefndin fagnar því að verkinu hafi lokið innan tilsetts tíma og leggur til að lokaúttekt fari fram sem fyrst.

4.Lagning hitaveitustofns - gamli flugvöllur með Strandvegi að Knarrarstíg

Málsnúmer 2006215Vakta málsnúmer

Framkvæmdir við lagningu hitaveitustofns með Strandvegi eru hafnar og eru langt á veg komnar. Verktakinn er Steypustöð Skagafjarðar.

Sviðsstjóri og Gunnar Björn upplýsir nefndina um stöðu verksins sem er að ljúka.

Fundi slitið - kl. 15:00.