Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

27. fundur 23. ágúst 2016 kl. 15:00 - 16:20 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita í Fljótum 2015 og 2016

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda í Fljótum.
Lagningu stofnlagnar er lokið í Flókadal og að Móskógum.
Vinna er hafin við lagningu stofnlagnar í Haganesvík og að Lambanesi.
Verktaki stefnir á verklok um miðjan september.

2.Hitaveita í Fljótum - Borhola við Langhús

Málsnúmer 1506051Vakta málsnúmer

Dýpkun á holu LH-04 við Langhús lauk í byrjun júlí. Holan varð aðeins um 170m djúp og skilaði margfalt meira vatni en vonir stóðu til. Samkvæmt afkastamælingu sem Þórólfur Hafstað, sérfræðingur hjá ÍSOR, framkvæmdi eftir að boruninni lauk gefur holan allt að 35 l/s af rúmlega 100°C heitu vatni.

3.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer

Prufudæling á holu HH-01 við Hverhóla hófst í síðustu viku og gengur vel. Dælu var komið fyrir á tæplega 50m dýpi og dælir hún nú að jafnaði um 8 l/s af 66°C heitu vatni. Prufudælingin mun vara í það minnsta 2 vikur og verður fylgst með niðurdrætti í holunni sem gefur til kynna hver afköst holunnar eru til langs tíma litið.
Haldin verður kynningarfundur fyrir íbúa þegar niðurstöður prufudælingar liggja fyrir.

4.Nýr vatnstankur á Gránumóum

Málsnúmer 1602182Vakta málsnúmer

Vatni var hleypt á nýjan vatnstank á Gránumóum föstudaginn 12. ágúst sl.
Jarðvegsvinnu við tankinn og frágangi í dæluhúsi er ólokið.

5.Hitaveitulögn að Barði í Fljótum.

Málsnúmer 1608127Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Símoni Inga Gestssyni á Barði í Fljótum.
Sviðstjóra falið að vinna að samkomulagi við Símon.

6.Ísland ljóstengt - styrkur 2016

Málsnúmer 1605024Vakta málsnúmer

Kynntar voru áætlanir um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli á svæðinu frá Varmahlíð að Marbæli ásamt Sæmundarhlíð.
Veitunefnd fagnar þessum áfanga og hvetur til áframhaldandi fjárveitinga af hálfu hins opinbera til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.

Fundi slitið - kl. 16:20.