Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

16. fundur 31. mars 2015 kl. 15:00 - 15:55 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Leifur Eiríksson varam.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Tilboð í efnislið hitaveitu í Fljótum voru opnuð 24. mars sl. hjá Ríkiskaupum.
Efni var boðið út sameiginlega með Hitaveitu Húnaþings Vestra.
Útboðinu var skipt í tvo hluta, stál og PEX (plast) lagnir.
Alls bárust tilboð frá 5 aðilum.
Lægsta tilboð í stállagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Set ehf. upp á 481.915.- evrur eða um 85% af kostnaðaráætlun.
Lægsta tilboð í PEX (plast) lagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Ísrör ehf. upp á 298.128.- evrur eða um 82% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðin og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur.

Tilboð í borholu- og dæluhús voru opnuð hjá Skagafjarðarveitum 26. mars sl.
Í útboðinu var boðin út smíði á borholuhúsi við Langhús ásamt dæluhúsum við Molastaði og Hvamm.
Alls bárust 3 tilboð í verkið.
Lægsta tilboð í smíði húsanna átti Friðrik Jónsson ehf. upp á 20.957.668.-kr eða um 87% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðið og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

2.Lögfræðiálit v/hitaveituréttinda í Reykjarhól

Málsnúmer 1502223Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar svarbréf frá Orkustofnun vegna fyrirspurnar Skagafjarðarveitna varðandi hitaveituréttindi í Reykjarhóli.
Nefndin leggur til að lögfræðingi verði falið að fá nánari upplýsingar frá Orkustofnun.

Fundi slitið - kl. 15:55.