Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

10. fundur 28. október 2014 kl. 15:00 - 16:05 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015 - Skagafjarðarveitur framkvæmdir

Málsnúmer 1408144Vakta málsnúmer

Farið var yfir lista yfir nýframkvæmdir fyrir árið 2015.
Listinn samþykktur til 1. umræðu í sveitarstjórn.

2.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mála vegna væntanlegra hitaveituframkvæmda í Fljótum.

3.Hrolleifsdalur - virkjun holu SK-32.

Málsnúmer 1408143Vakta málsnúmer

Nefndarmönnum kynnt staða framkvæmda við virkjun borholu SK-32 í Hrolleifsdal.
Byrjað er að prufudæla úr holunni og er vatnið nýtt inn á kerfið.
Prufudæling gefur góða raun.

4.Hofsstaðapláss hitaveita - nýframkvæmd 2014.

Málsnúmer 1401333Vakta málsnúmer

Framkvæmdir við Hofsstaðaplássið eru á lokametrunum.
Unnið er að frágangi í dælustöð og stefnt að áhleypingu í viku 46.
Fulltrúar Skagafjarðarlistans boðuðu forföll.

Fundi slitið - kl. 16:05.