Fara í efni

Ungmennaráð

1. fundur 24. október 2025 kl. 15:00 - 16:30 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Greta Berglind Jakobsdóttir fulltrúi Grunnskólans austan Vatna
  • Hafþór Ingi Brynjólfsson fulltrúi Árskóla
  • Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir fulltrúi FNV
  • Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir fulltrúi Varmahlíðarskóla
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal leiðtogi frístunda- og íþróttamála
  • Konráð Freyr Sigurðsson forstöðumaður Húss frítímans
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal leiðtogi frístunda- og íþróttamála
  1. Hlutverk ráðsins og fundartímar
    1. Lagt til að halda fundi einu sinni í mánuði og að fulltrúar geti nýtt akstur frístundastrætó.
  2. Smiðjur fyrir ungt fólk
    1. Athuga með að setja upp smiðjur fyrir nemendur í 10. bekk grunnskólanna á NV landi, auk nemenda í FNV.
    2. Athuga með aðkomu SSNV að þeim viðburði.
  3. Akstur innan héraðs
    1. Væri gott að auka akstur, margir að nýta sér vegna æfinga.
    2. Mætti setja upp akstur til Varmahlíðar frá Króknum og Hofsósi, þ.e. að 8.-10. bekkur færi þangað í féló.
  4. Félagslíf FNV
    1. Rætt um að opna fyrir 16+ opnun fyrir nemendur FNV í Hús frítímans , Ungmennahús.
    2. Lengja opnun íþróttahússins vegna tíma FNV.
  5. Stækkun FNV
    1. Umræða um hvort nemendur eigi einhverja rödd innan skipulagshóps stækkunnar verknámshússins.
    2. Leiðtogi frístunda- og íþróttamála mun leita svara fyrir næsta fund.
  6. Menningarhús á Sauðárkróki
    1. Hver hefur aðkoma barna eða ungmenna verið að undirbúningi eða hönnun?
    2. Munu þau geta nýtt það undir viðburði?
    3. Leiðtogi frístunda- og íþróttamála mun leita svara fyrir næsta fund.
  7. Íþróttasalur GaV
    1. Hver er staðan á byggingu íþróttasalar á Hofsósi?
    2. Leiðtogi frístunda- og íþróttamála mun leita svara fyrir næsta fund.