Fara í efni

Ungmennaráð

2. fundur 30. mars 2023 kl. 17:00 - 17:55 fjarfundur
Nefndarmenn
  • Mikael Jens Halldórsson fulltrúi UMSS
  • Óskar Aron Stefánsson fulltrúi FNV
  • Íris Helga Aradóttir fulltrúi FNV
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  1. Kjörstaðir
    1. Hættan á að færri sæki kjörstað.
    2. Hver eru rökin?
  2. Ruslamál
    1. Íbúafundur 28. mars meðal íbúa í Fljótum.
    2. Áhyggjur íbúa þar sem mikil ófærð er á veturna, hvernig mun ganga að sækja/tæma tunnur heim að bæjum?
    3. Snjómokstur í ólestri.
    4. Óumhverfisvænt. Væri nær að setja upp vaktað kerfi í Fljótum.
    5. Of lítil opnun í Varmahlíð.
  3. Húsnæðismál
    1. Mikilvægt að finna eitthvert húsnæði sem nýst gæti ungmennum undir skipulagða dagskrá.
  4. Stefna í íþróttamálum
    1. Athuga með frístundamál.
    2. Heyra sjónarmið ungmenna.
  5. Raddir ungmenna innan FNV
    1. Fá ekki nógu mikið sjálfstæði frá skólanum.
    2. Ekki hlustað nógu mikið á þau.
    3. Fá litla hjálp frá skólanum er kemur að því að hvetja fólk til að sækja viðburði, fá t.d. ekki að prenta vegna viðburða.
    4. Lítið um breytingar, ekki mikil nýjungagirni.
    5. Gengur illa að fá krakka á viðburði, þykir ekki kúl.
    6. Kvartað undan því að ekkert sé gert en svo er lítil mæting þegar eitthvað er gert.
    7. Ekki mikið tillit tekið til starfa í félagsmálum, þeir sem eru hvað virkastir lenta gjarnan í vandræðum með mætingar í áföngum.
    8. Þyrfti að koma á viðburðarstjórnaráfanga eða félagsstarfaáfanga.
  6. Atvinnuhorfur ungmenna
    1. Staðan mjög góð. Almennt allir komnir með vinnu.
    2. Iðnnemar í rafvirkjun eru komnir með ferilbækur. Fara ekki á samning, fá verkefnabækur til að vinna eftir. Ekkert fyrirtæki býður uppá að geta lokið þessu á einum stað. RARIK hefur ekki verið að taka nema í sumarvinnu nema þeir séu búnir með háspennuhlutann sem Tengill býður ekki uppá. Samningarnir hljóðuðu uppá 9 mánuði hér áður. Happa og glappa í dag.

 

    1. Góð hugsun á bakvið þetta, þ.e. að gera þetta fjölbreyttara en þarf að fá rafverktakan inní þetta.
    2. Erfitt að komast á samning ef þú ert rafvirki. 18 að læra núna í FNV. 2 komnir með vinnu fyrir sumarið, kannski 2-3 sem komast að til viðbótar. Skortur á meisturum.
  1. Fræðsla
    1. Jákvæð karlmennska
    2. Þarf að passa uppá tímasetningar, t.d. ekki hafa þetta þegar kennarar eru að funda (pásu á miðvikudögum)
  2. Ungt fólk og lýðræði - UMFÍ
    1. Ungmennaráð stefnir að því að senda fulltrúa á ráðstefnuna í vor.
  3. Önnur mál
    1. Fjölgun íbúa í Fljótum. Með þessari fjölgun virðist lítið aukið fjármagn skila sér frá sveitarfélaginu.
    2. Mikil fýla um daginn fyrir utan Skaffó. Hefur verið hangandi yfir bænum í nokkra daga. Hvaðan kemur þetta?
    3. Áheyrnarfulltrúar í fastanefndum.