Fara í efni

Ungmennaráð

1. fundur 15. desember 2022 kl. 17:00 - 18:00 fjarfundur
Nefndarmenn
  • Mikael Jens Halldórsson fulltrúi UMSS
  • Óskar Aron Stefánsson fulltrúi FNV
  • Íris Helga Aradóttir fulltrúi FNV
  • Hulda Þórey Halldórsdóttir fulltrúi Árskóla
  • Katla Huld Halldórsdóttir fulltrúi GaV
  • Trausti Helgi Atlason fulltrúi Varmahlíðarskóla
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  1. Kynning
    1. Frístundastjóri kynnti fyrir fulltrúum hvert hlutverk Ungmennaráðs væri sbr. reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar.
  2. Ráðið skipaði í embætti samkv. reglum sem gilda um Ungmennaráð Skagafjarðar.
    1. Formaður: Mikael Jens Halldórsson skipaður til 2 ára
    2. Varaformaður: Katla Huld Halldórsdóttir skipuð til 2 ára
    3. Ritari: Óskar Aron Stefánsson skipaður til 2 ára
    4. Fulltrúi: Íris Helga Aradóttir skipuð til 1 árs
    5. Fulltrúi: Hulda Þórey Halldórsdóttir skipuð til 1 árs
    6. Fulltrúi: Trausti Helgi Atlason skipaður til 1 árs
    7. Fulltrúi: Markús Máni Gröndal skipaður til 1 árs
  3. Fræðsla
    1. Rætt var um hvaða málefni ungmenni myndu vilja fá fræðslu um. Samhliða þessu var rætt um stöðu mála og hver tilfinning ungmennanna væri fyrir því. Frístundastjóri mun kanna möguleika á ákveðnum erindum sem væru áhugaverð og leggja fyrir forvarnarteymi.
  4. Skólabíll í Fljótum
    1. Börn skipta um bíl við gatnamót Sólgarða – Langhús. Þarna vantar lýsingu. Hvernig er með mokstur við þessi gatnamót? Þarna eru ung börn á ferli. Frístundastjóri mun senda fyrirspurn á sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs vegna þessa máls.
  5. Önnur mál
    1. Fulltrúar velta fyrir sér hvort ráðið hafi eitthvert framkvæmdavald eða hvort það sé aðeins til ráðgjafar um þau mál sem þau varðar? Frístundastjóri fór ítarlega yfir reglurnar og hvernig ráðið gæti haft áhrif.

 

Ekki fleira rætt.