Fara í efni

Ungmennaráð

2. fundur 05. febrúar 2018 kl. 16:15 - 17:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Telma Ösp Einarsdóttir formaður
  • Júlía Agar Huldudóttir Mbah Nto varaform.
  • Eysteinn Ívar Guðbrandsson
  • Birta Líf Hauksdóttir
  • Þórður Ari Sigurðsson
  • Jódís Helga Káradóttir
  • Þorvaldur Gröndal
  • Anna Sif Mainka varam.
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal Forstöðumaður íþrótta- og frístundamála.
Dagskrá

1.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

2. fundur starfsárið 2017-2018
5. febrúar 2018 kl. 16:15-17:30
í Ráðhúsinu Sauðárkróki

Fundinn sátu:
Telma Ösp Einarsdóttir, formaður (fulltrúi UMSS)
Júlía Agar Huldudóttir, varaformaður (fulltrúi GaV)
Birta Líf Hauksdóttir (fulltrúi Árskóla)
Þórður Ari Sigurðsson (fulltrúi Árskóla)
Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og íþróttamála
Vala Hrönn Margeirsdóttir starfsmaður Húss frítímans

1. Frístundastrætó

a.Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti hugmynd sína um að geyma allar tillögur um auknar ferðir frístundastrætó þar til gervigrasvöllur á Sauðárkróki yrði tekinn í gagnið, þar sem líklega mun hann kalla á auknar æfingar og þá spurning hvort því fylgi ekki aukin ásókn ungmenna annars staðar að úr firðinum.

2. Aukið samstarf ( búa til skjal)

a. Rætt um mikilvægi aukins samstarfs meðal ungmenna í firðinum og hvernig best væri að standa að því. Fyrstu skref eru að koma á sameiginlegum samráðsvettvengi milli fulltrúa í ráðinu.

b. Forstöðumanni frístunda- og íþróttamála falið að stofna sameiginlegt vinnuskjal, Google docs, og hvetja fulltrúa til að vera virka í að koma hugmyndum og athugasemdum sínum þar á framfæri.

3. Vinadagurinn

a.Meira samráð verður haft við ungmenni við skipulag dagsins haustið 2018. Vala Hrönn verður í sambandi við Ungmennaráðið í aðdraganda dagsins.

4. Aukin aðkoma ungmenna að málefnum sem að þeim snúa / sem þau varðar

a. Mikilvægt að valdefla ungmenni í firðinum og leitað til þeirra þegar málefni sem þau varðar eru til umræðu, t.d. að fulltrúi ráðsins séu boðaðir á fundi forvarnarteymis þegar málefni sem þau snertir eru til umræðu.

5. Ungmennaráð SSNV

a. Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti fyrirhugaða stofnun Ungmennaráðs SSNV. Ungmennráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekjur jákvætt í hugmyndina og mun sækjast eftir aðkomu að stofnun þess.

6. #MeeToo

a. Umræða skapaðist um #MeeToo byltinguna þar sem fulltrúar ráðsins ræddu mikilvægi þess að byltingin yrði útskýrð betur fyrir ungu fólki í firðinum. Hvað stæði að baki þessu. Sýnir aftur hversu mikilvægt er að ungmenni séu höfð með í ráðum þegar málefni sem okkur öll snertir eru til umfjöllununar en eru kannski ekki nógu skýr fyrir þeim.

7. Önnur mál:

a. Unglingarnir í GaV fá hvergi að vera ein. Það er þeirra upplifun að alls staðar sé staðið yfir þeim. Það er þeirra upplifun að þeim sé ekki treyst. Þau eru að velta fyrir sér hvort þetta tengist á einhver hátt Olweus? Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála falið að kanna málið.

b. Umræður um það hvaða reglur gilda innan skólanna er kemur að klæðnaði. Eru einhverjar klæðaburðareglur innan skólanna og ef svo er, eru þær þá samræmdar? Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála falið að kanna málið.

c. Hvaða reglur gilda um nemendur á skólalóðinni, þ.e. mega nemendur fara af skólalóðinni á skólatíma? Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála falið að kanna málið.

d. Mætti vera meiri fræðsla í kynjafræði og næringarfræði. Þessum ábendingum verður komið til skila til deildarstjóra grunnskólanna.

e. Þurfum að eyða staðalímyndum. Gera einhvers konar átak í þessu. Þarft málefni sem vinna má með innan félagsmiðstöðvarinnar Friðar, grunnskólanna og FNV. Forvarnarteymi sveitarfélagsins mun einnig ræða þetta á næsta fundi sínum.


Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 5. mars kl. 16:15.
Fundi slitið kl. 17:30

Fundi slitið - kl. 17:30.