Fara í efni

Ungmennaráð

5. fundur 08. apríl 2020 kl. 15:00 - 16:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Gröndal embættismaður
  • Íris Helga Aradóttir
  • Óskar Aron Stefánsson
  • Kristinn Örn Guðmundsson
  • Lydía Einarsdóttir
  • Mikael Jens Halldórsson
  • Marsilía Guðmundsdóttir
  • Sigurður Snær Ingason
  • Sara Líf Guðmundsdóttir
  • Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir
  • Víkingur Ævar Vignisson
  • Katrín Ösp Bergsdóttir
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal Forstöðumaður íþrótta- og frístundamála.
Dagskrá

1.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

5. fundur
8. apríl 2020 kl. 15:00-16:00
Fjarfundur

Fundinn sátu:
Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir (fulltrúi FNV)
Mikael Jens Halldórsson (fulltrúi GaV)
Íris Helga Aradóttir (fulltrúi Árskóla)
Katrín Ösp Bergsdóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Óskar Aron Stefánsson (fulltrúi Varmahlíðarskóla)

Starfsmenn ráðsins:
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri


1.
Lokun skóla á meðan samkomubann er í gildi
a. Starfsemi GAV hefur gengið vel og finna nemendur lítið fyrir banninu þar sem það hefur ekki haft nein áhrif á þeirra skóladag.
b. Fulltrúar Varmahlíðarskóla tala um að almennt hafi skólastarfið gengið vel, þó einhverja hluti hefði mátt skipuleggja betur.
c. Fulltrúa Árskóla finnst fyrirkomulagið hafa verið að ganga vel upp. Tekur þó eftir því að mæting hefur farið versnandi, hvað veldur gat hún ekki svarað.
d. 10. bekkingar hafa smá áhyggjur af námsmatinu og hver staða þeirra gagnvart framhaldsskólunum verður. Ekkert verið rætt við þau um umsóknir.
e. FNV hefur gengið vel. Þeim sem gengur illa að skipuleggja sig vegnar ekki vel og er þetta fyrirkomulag að sýna fram á mikilvægi þess að geta skipulagt sig vel. Aðhald hefði þurft að vera meira, hvort sem það hefði komið frá skóla eða frá heimilum.

2.
Ótti vegna Covid
a. Krakkar frekar vel upplýstir og ekki mikil hræðsla. Miðstig var svolítið að hræða þessa yngstu.
b. Margir sem festast við tölvuna utan skóla en ekkert alvarlegt að þeim finnst.
c. Þeir sem búa í svit hafa nóg fyrir stafni.
d. Nemendur innan FNV duglegir að nýta sér tæknina og hittast á Facetime.
e. Nemendur innan skólahópa mega hittast og hafa nemendur grunnskólanna verið að nýta sér það.

3.
Sumarvinna
a. Þeir sem hafa verið að vinna með skóla hafa einhverjir verið að missa vinnuna.
b. Almennt virðist viðkvæðið, bæði innan grunnskólanna og eins FNV, að nemendur eru lítið farnir að spá í vinnu fyrir sumarið.
c. Nemendur í Fljótum hafa áhyggjur með sumarvinnu þar sem búið er að loka á Deplum.

4.
Skólaslit FNV
a. Ekki endanlega komið hreint hvernig því verður háttað en hugmyndir eru uppi um að seinka þeim fram í ágúst eða hafa þau rafrænt. Í lok apríl verður kosið um nýja stjórn nemendafélags FNV, erfitt þar sem allt fer fram rafrænt.

5.
Skólaferðalög
a. Ekkert verið gefið upp um með hvaða fyrirkomulagi þau verða. Í Árskóla er hugmyndir um að fresta þeim fram yfir páska eða þá jafnvel að nemendur fái “endurgreitt?. Skýrist þegar nær dregur. Í Varmahlíð hefur umræðan verið á þá leið að seinka því til ágúst eða október, en ekki 11. maí, þ.e. í vetrarfríinu í október eða strax í byrjun skóla. Enn stefnt að utanlandsferð.

6.
Önnur mál
a. Frístundastjóra falið að senda þakkarbréf á skólastjórnendur vegna fyrirkomulags skólahalds á tímum samkomubanns.




Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 6. maí kl. 15:00.

Fundi slitið - kl. 16:00.