Fara í efni

Ungmennaráð

4. fundur 02. mars 2020 kl. 15:45 - 17:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Gröndal embættismaður
  • Íris Helga Aradóttir
  • Óskar Aron Stefánsson
  • Mikael Jens Halldórsson
  • Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir
  • Víkingur Ævar Vignisson
  • Katrín Ösp Bergsdóttir
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal Forstöðumaður íþrótta- og frístundamála.
Dagskrá

1.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

4. fundur
2. mars 2020 kl. 15:45-17:00
Ráðhúsinu Sauðárkróki

Fundinn sátu:
Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir (fulltrúi FNV)
Víkingur Ævar Vignisson (fulltrúi FNV)
Óskar Aron Stefánsson (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Katrín Ösp Bergsdóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Íris Helga Aradóttir (fulltrúi Árskóla)
Mikael Jens Halldórsson (fulltrúi GaV)

Starfsmaður ráðsins: Þorvaldur Gröndal frístundastjóri


1.
Ungmennaráð
a. Þorvaldur fór yfir reglur og hlutverk ráðsins. Ráðið sammála um að reglurnar þarfnist endurskoðunar þannig að skipunartíminn yrði lengri og að þess væri gætt að einunigs helmingur ráðsins væri að „ganga út“ hverju sinni.
b. Fundartímar fram að vori ræddir en samkvæmt núgildandi reglum á ráðið að hittast fjórum sinnum á skipunartíma sem ráðinu finnst of sjaldan, umræður um mál geta dregist óhóflega. Jafnframt getur liðið mjög langt á milli funda missi einhver úr fund. Nær væri að fjölga fundum í nýjum reglum. Fundatímar fram á vor ákveðnir, síðasti mánudagur í mánuði hverjum.

2.
Félagsstarf í frímínútum
a. Fulltrúar Varmahlíðarskóla töluðu um mikilvægi þess að aðstaða þeirra í frímínútum verði bætt, vantar sárlega poolborð og borðtennisborð. Fá tækifæri ýta þeim frekar í snjalltækin. Þorvaldur leggur fram áskorun á næsta fundi.
b. Búið að loka á skjávarpanotkun í frímínútum í Varmahlíðarskóla. Voru áður að nota skjávarpann til að spila Kahoot í frímínútum. Þorvaldur tekur að sér að kanna málið.
c. Fulltrúar FNV töluðu einnig um að þau skorti afþreyingu í frímínútum hjá sér. Fulltrúar skólans voru með hugmynd að staðsetningu. Nemendaráð skólans þarf að útbúa áskorun á skólann um úrbætur í þessu.

3.
Símabann GaV
a. Algjört bann við notkun síma í skólanum. Hefur komið ágætlega út. Fulltrúa skólans finnst þetta skila sér í meiri samskiptum við aðra nemendur.

4.
Körfuboltavöllur Varmahlíð
a. Fulltrúar Varmahlíðarskóla töluðu um hversu vel heppnuð framkvæmd nýs körfuboltavallar við skólann væri og hversu mikið hann væri notaður.
b. Fulltrúi GaV spurðist fyrir um hver staðan á velli fyrir Hofsós væri?

5.
Aparóla við GaV
a. Fulltrúi GaV velti því upp hvers vegna ekki væri búið að klára að setja upp aparólu við skólann á Hofsósi? Þorvaldur tekur að sér að kanna málið hjá framkvæmdasviði.

6.
Vinaliðar
a. Ekki sama fyrirkomulag með Vinaliðaleiki fyrir unglingana milli skólanna. Þorvaldur kannar muninn milli skóla er kemur að hádegisfrímínútum.

7.
Ungmennaþing
a. Mikill áhugi fyrir því að halda ungmennaþing ungs fólks í Sveitarfélaginu Skagafirði. Þetta er stór viðburður sem krefst mikil undirbúnings en gaman væri að geta hafið starf að hausti, eftir sumrfrí, með þingi sem þessu. Ef vel tækist til mætti endurtaka leikinn reglulega þar sem ætla má að umræðuefni og niðurstöður þinga sem þessa geti verið mmjög mótandi um málefni ungmenna í firðinum. Unnið áfram að hugmyndinni á næsta fundi.


Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 6. apríl kl. 15:45.

Fundi slitið - kl. 17:00.