Fara í efni

Ungmennaráð

6. fundur 12. mars 2021 kl. 15:00 - 16:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Gröndal embættismaður
  • Sara Líf Guðmundsdóttir embættismaður
  • Íris Helga Aradóttir
  • Óskar Aron Stefánsson
  • Kristinn Örn Guðmundsson
  • Lydía Einarsdóttir
  • Mikael Jens Halldórsson
  • Marsilía Guðmundsdóttir
  • Sigurður Snær Ingason
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal Frístundastjóri
Dagskrá

1.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

6. fundur
12. mars 2021 kl. 15:00-16:00
Fjarfundur

Fundinn sátu:
Óskar Aron Stefánsson (fulltrúi FNV)
Íris Helga Aradóttir (fulltrúi FNV)
Mikael Jens Halldórsson (fulltrúi GaV)
Sigurður Snær Ingason (fulltrúi Árskóla)
Marsilía Guðmundsdóttir (fulltrúi Árskóla)
Lydís Einarsdóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Kristinn Örn Guðmundsson (fulltrúi Varmahlíðarskóla)

Starfsmenn ráðsins:
Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
Sara Líf Guðmundsdóttir starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Friðar

1. Hlutverk

a. Frístundastjóri fór yfir hlutverk ráðsins. Endurskoðun á reglum ráðsins verður tekin fyrir á næsta fundi.

b. Fundatímar fram að sumri ræddir. Mikilvægt að halda þá oftar en nú er að finna í reglum. Stefnt að fundum á mánaðarfresti. Fyrsti miðvikudagur hvers mánaðar kl. 15-16.

2.
Umsögn um þingsályktun um lækkun kosningaaldurs

a. Ráðið hafði til hliðsjónar umsagnir umboðsmanns barna og tveggja annara ungmennráða og komst að eftirfarndi niðurstöðu:

„Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar komst að þeirri niðurstöðu að almennt eru ungmenni ekki tilbúin til þess að mynda sér svona veigamiklar skoðanir 16 ára gömul þar sem lítil fræðsla um þessi málefni fer fram á grunnskólaaldri. Þar má bæta úr, þar sem einn grunnþátta menntunnar í aðalnámskrár grunnskólanna er lýðræði og skólarnir þurfa að taka mið af því að barnanna bíður að taka þátt í lýðræðissamfélagi og að taka þátt í að móta samfélag sitt nær og fjær. Ráðinu finnst að réttur til þess að kjósa ætti að miðast við 18. aldursár en ekki við fæðingardag. Það eru til fleiri leiðir en kosningar fyrir ungmenni/börn til þess að koma sínum skoðunum á framfæri, t.d. ungmennaráð eða barna- og ungmennaþing innan sveitarfélaga. Kjörnir fulltrúar gætu líka boðað til funda með ungmennum/börnum og þannig fengið að heyra þeirra skoðanir. Með virku samtali á þessum vettvangi má ræða málefni sem snerta ungmenni/börn og þannig ættu skoðanir þeirra að komast til skila.“



3.
Ungmennaþing

a. Einsog fram kemur í umsögn ráðsins við frumvarpi um lækkun kosningaldurs, eru ungmenna-/barnaþing vettvangur fyrir þau til að koma sínum áherslum á framfæri. Mikill áhugi fyrir því að halda ungmennaþing ungs fólks í Sveitarfélaginu Skagafirði. Stefnt að því að halda þing í september n.k. Unnið áfram að hugmyndinni á næsta fundi.

4.
Vinnuframboð fyrir sumarið

a. Fulltrúar ráðsins meta það svo að staðan sé nokkuð góð fyrir sumarið, bæði hvað þau sjálfa varðar og eins hjá öðrum ungmennum. EInna helst að lítið framboð verði í Fljótum.

5.
Framkvæmdir í sveitarfélaginu

a. Frístundastjóri fór yfir þær framkvæmdir sem bæði væru hafnar og eins fyrirhugaðar framkvæmdir.

6. Forvarnarmál

a. Frístundastjóri vill fá fulltrúa ráðsins á fundi forvarnarteymis þannig að skoðanir þess um áherslur í forvörnum og þeirra upplifun af því sem verið er að gera komist til skila.




Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 7. apríl kl. 15:00.

Fundi slitið - kl. 16:00.